Um námsefnið

Vandinn að skrifa er í því fólginn að þegja yfir nógu mörgu.
-Halldór Kiljan Laxness, Úngur eg var (1976)

Um námsefnið

Þetta námsefni er ætlað þeim sem vilja læra eða rifja upp undirstöðuatriði í efnafræði.

Farið er yfir helstu atriði efnafræðinnar sem gott er að hafa góð tök á í upphafi námsins en efnið er sett fram til að gefa verðandi nemendum tækifæri til að skerpa á þessum atriðum áður en kennsla hefst.

Hafa ber í huga að í námskeiðum í efnafræði er líklega farið ítarlegra í flest þessara atriða. Þetta er að námsefni sem margir hafa séð í menntaskóla og því getur reynst vel að rifja það upp. Þessi síða gæti einnig nýst til hliðsjónar í efnafræðinámskeiðum.

Námsefnið var unnið með styrk úr Kennslumálasjóði HÍ og við gerð þess var m.a. stuðst við efni frá síðunni Efnafræði.is.

Hvað er efnafræði?

Efnafræði er grein raunvísindanna þar sem skoðuð er hegðun efna; efnasambanda og frumefna, og hvernig myndun, sundrun og víxlverkun þeirra mynda alheiminn sem þekkist í dag. Efnafræðin er ein af grunnstoðum raunvísindanna, en hún kemur við á flestum sviðum, s.s. eðlisfræði og líffræði. Hún er því oft kölluð miðstöð vísindanna (e. The Central Science).

Hagnýting efnafræðinnar er ekki ný af nálinni, en fundist hafa leifar af 100 þúsund ára gamalli vinnslu á okkur. Mannkynið hefur þá stundað efnahvörf lengi, þar sem það elsta er bruni. Hagnýting efnafræðinnar kom langt á undan fræðilegum skilningi en fyrstu hugmyndir um tilveru atóma komu fram 380 árum f.kr. hjá Demókrítós en hann var forsprakki eindahyggjunar (e. atomism). Þessi kenning hefur að miklu leyti verið afsönnuð en var þó á réttri leið. Efnafræðin sem skipulögð fræðigrein á rætur sínar að rekja til upphaf 17. aldar, en fram að því einkenndist efnafræðin af gullgerðarmönnum (e. Alchemists) svo sem Isaac Newton en orðið „Chemistry“ er komið af orðinu „Alchemy“.

../_images/Newton.jpg

Isaac Newton

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá en nútímaefnafræðin tekur fyrir breitt svið, allt frá skammtaefnafræði (e. Quantum Chemistry) sem tekur fyrir víxlverkun staka einda, til kjarnasamruna í sólinni.

Aðvörun

Þetta efni var skrifað sumarið 2019 og er birt með fyrirvara um villur. Ef rekist er á villur, hvort sem stafsetnings eða efnislegar, má endilega láta vita með tölvupóst í sef6@hi.is eða sgg23@hi.is