1. Eðlismassi pappírs
1.1. Inngangur
Í þessari tilraun ætlum við að mæla eðlismassa pappírs.
1.2. Tækjabúnaður
Búnki af blöðum.
Reglustika.
Vog.
1.3. Leiðbeiningar
Takið bunka af blöðum (það er erfitt að mæla þykktina á einu blaði). Teljið fjölda blaðsíðna, \(n\), í bunkanum (einföld leið til þess er að prenta út \(n\) auðar blaðsíður). Mælið rúmmál bunkans, \(V = \ell b h\), með því að mæla lengdina, \(\ell\), breiddina \(b\) og hæðina \(h\) á bunkanum. Mælið loksins massa bunkans, \(m\), með voginni. Skráið allar mælingar ykkar á staðalformi ásamt óvissu.
1.4. Fræði
\[\rho = \frac{m}{V},\]
þar sem \(m\) er massi hlutarins og \(V\) er rúmmál hans. Þar sem að þetta verkefni snýr aðallega að því að læra óvissureikninga þá er gott að rifja upp helstu reiknireglur varðandi óvissur. Látum \(A \pm \Delta A\), \(B \pm \Delta B\), \(C \pm \Delta C\) og \(D \pm \Delta D\) vera mælistærðir. Þá gildir að:
1.5. Úrvinnsla
Hversu þykkt er eitt blað? Skilið niðurstöðunni ykkar á staðalformi ásamt óvissu.
Hver er eðlismassi pappírs? Skilið niðurstöðunni ykkar á staðalformi ásamt óvissu.