9. Einþátta fervikagreining

Einþátta fervikagreiningu notum við til að álykta hvort meðaltöl tveggja eða fleiri hópa séu mismunandi. Við munum sýna hvernig má gera það með aov() og anova() skipununum. Einþátta fervikagreiningu má einnig stilla upp sem línulegu líkani og leggja þannig grunnin að fjölþátta fervikagreiningu. Eins og við munum sjá í kafla 10 má smíða línuleg líkön með lm() aðferðinni en þá aðferð munum við einnig nota um línulega aðhvarfsgreiningu í sama kafla.

Gera þarf ráð fyrir að dreifnin í hópunum sem bornir eru saman sé sú sama og því skal ávallt skoða gögnin vel áður en fervikagreining er framkvæmd og mögulega framkvæma tilgátupróf fyrir dreifni eins og lýst var í kafla 8.1.

9.1. Ályktanir um tvö eða fleiri meðaltöl

9.1.1. Ályktanir um tvö eða fleiri meðaltöl

Hér á eftir gerum við ráð fyrir því að gögnin séu á löngu sniði (sjá kafla 2.7). Önnur breytan er talnabreyta sem inniheldur mælingarnar á viðfangsefnunum, hin breytan er flokkabreyta sem segir til um það hvaða hópi hver mæling tilheyrir. Við skulum gera ráð fyrir að fyrri breytan heiti maeling en hin hopur.

9.1.1.1. aov()

Athugið

Inntak: nöfn á talnabreytu og flokkabreytu

Úttak: fervikagreiningarhlutur

Helstu stillingar:


Þegar framkvæma á fervikagreiningu með aov() er skynsamlegt að vista úttakið í hlut því eins og við sjáum hér að neðan er ýmislegt að finna í úttakinu. Hér vistum við það undir nafninu fervik.

fervik <- aov(maeling ~ hopur)

Það er mjög mikilvægt að breytan hopur sé skilgreind sem flokkabreyta (ef hún er það ekki þarf að nota factor() aðferðina til að breyta henni).

9.1.1.2. anova()

Athugið

Inntak: nafn á fervikagreiningarhlut

Úttak: gildi á prófstærð, p-gildi, öryggisbil og fleira

Helstu stillingar:


Til að fá fervikagreiningartöflu mötum við anova() aðferðina með fervikagreiningarhlut:

anova(fervik)

Snúum okkur nú að gagnasafninu okkar. Í kafla 2.6 bjuggum við til nýja flokkabreytu sem gefur til kynna hvort viðfangsefnin okkar stundi „litla“, „miðlungs“ eða „mikla“ líkamsrækt. Við reiknuðum svo meðalpúls einstaklinga í hópunum þremur í kafla 4.3. Nú getum við kannað með fervikagreiningu hvort munur sé á meðalpúlsi í hópunum þremur. Byrjum á því að skoða kassarit af púlsmælingum eftir líkamsræktarástundun:

gogn <- na.omit(puls) # sleppum NA gildum
ggplot(data=gogn,aes(likamsraektf,fyrriPuls))+geom_boxplot() +
xlab("Líkamsræktarástundun") + ylab("Púls (slög/mínútu)")
../_images/unnamed-chunk-217-1.svg

Eins og sjá má myndinni virðist dreifni í hópunum vera nokkuð jöfn. Því næst framkvæmum við Bartlett prófið fyrir dreifnina:

bartlett.test(fyrriPuls ~ likamsraektf, data = puls)
##
##  Bartlett test of homogeneity of variances
##
## data:  fyrriPuls by likamsraektf
## Bartlett's K-squared = 4.1246, df = 2, p-value = 0.1272

Eins og sjá má er p-gildið = 0.1272 og getum við því ekki hafnað núlltilgátunni um að dreifnin sé sú sama. Við verðum þó að gæta okkur á að hátt p-gildi þýðir ekki að við höfum sýnt fram á að dreifnin sé sú sama til þess þyrfti að kanna styrk prófsins (við samþykkjum jú ekki núlltilgátur). Í þessu tilviki er fjöldi mælinga hár og styrkur prófsins því væntanlega sæmilegur. Við getum því litið á þetta háa p-gildi sem vísbendingu um það að dreifnin í hópunum sé ekki misjöfn.

Við framkvæmum fervikagreiningu með eftirfarandi skipunum:

fervik <- aov(fyrriPuls ~ likamsraektf, data = puls)

Takið eftir að við tilgreinum fyrst nöfnin á breytunum og svo nafnið á gagnatöflunni. Til að fá fervikasummutöfluna notum við anova() aðferðina.

anova(fervik)
## Analysis of Variance Table
##
## Response: fyrriPuls
##               Df Sum Sq Mean Sq F value    Pr(>F)
## likamsraektf   2   2580  1289.9  9.5055 9.065e-05 ***
## Residuals    446  60521   135.7
## ---
## Signif. codes:  0 '***' 0.001 '**' 0.01 '*' 0.05 '.' 0.1 ' ' 1

Hér sjáum við SSTr = 2580 og SSE = 60521 ásamt viðeigandi frígráðum (2 og 446).

Það er einnig búið að reikna meðalfervikasummurnar (1289.9 og 135.7) og finna hlutfall þeirra, sem er einmitt F-prófstærðin (9.505). p-gildi fyrir tilgátuprófið er svo lengst til hægri (\(9.07\times 10^{-5}\)). Eins og sjá má er ýmislegt annað að finna í aov() úttakinu:

names(fervik)
##  [1] "coefficients"  "residuals"     "effects"       "rank"
##  [5] "fitted.values" "assign"        "qr"            "df.residual"
##  [9] "na.action"     "contrasts"     "xlevels"       "call"
## [13] "terms"         "model"

Viljum við t.d. nálgast leifarnar gerum við það með:

fervik$residuals

9.2. Eftiráprófanir

9.2.1. Eftiráprófanir

Ef núlltilgátunni er hafnað í einþátta fervikagreiningu drögum við þá ályktun að a.m.k. eitt meðaltal er frábrugðið hinum meðaltölunum. Ef við viljum að lokum draga ályktanir um það hvaða meðaltöl eru frábrugðin þurfum við að nota svo kölluð eftirápróf. Tukeys próf er eitt dæmi um slíkt próf.

9.2.1.1. TukeyHSD()

Athugið

Inntak: nafn á fervikagreiningarhlut

Úttak: p-gildi, öryggisbil og fl.

Helstu stillingar:


Til að framkvæma prófið í R notum við skipunina TukeyHSD() og mötum hana með fervikagreiningarhlut.

TukeyHSD(fervik)
##   Tukey multiple comparisons of means
##     95% family-wise confidence level
##
## Fit: aov(formula = fyrriPuls ~ likamsraektf, data = puls)
##
## $likamsraektf
##                     diff       lwr       upr     p adj
## Miðlungs-Lítil -1.930757 -5.583459  1.721946 0.4284916
## Mikil-Lítil    -6.012279 -9.664981 -2.359576 0.0003665
## Mikil-Miðlungs -4.081522 -6.937460 -1.225583 0.0024289

Það má líka skoð niðurstöðuna myndrænt með:

plot(TukeyHSD(fervik))
../_images/unnamed-chunk-225-1.svg

9.3. Stikalaus próf\(^\ast\)

9.3.1. Stikalaus próf\(^\ast\)

Ef skilyrði þess að hægt sé að framkvæma fervikagreiningu eru ekki uppfyllt er í sumum tilvikum hægt að nota stikalaus próf þess í stað (það er algengur misskilningur að það sé ávalt hægt að nota stikalaus próf en svo er ekki). Algengasta stikalausa prófið er Kruskal Wallis prófið sem hægt er framkvæma með skipuninni kruskal.test().

9.3.1.1. kruskal.test()

Athugið

Inntak: nafn á talnabreytu og nafn á flokkabreytu

Úttak: gildi á prófstærð, p-gildi

Helstu stillingar:


Aðferðin er mötuð á sama hátt og aov() aðferðin hér að ofan.

9.4. Fleiri en tveir þættir\(^\ast\)

Hægt er að framkvæma fervikagreiningu með fleiri en einum þátt. Það er margt sem þarf að gæta að, s.s. misjafn fjöldi mælinga í hópunum (e. unbalanced design), gruggun (e. confounding) og margt fleira. Við munum ekki taka á því hér, aðeins sýna hvaða tæki og tól eru til staðar.

Skoðum aftur dæmið hér að ofan þar sem kannað var hvort meðalpúls fólks var mismunandi eftir hversu mikla líkamsrækt þeir stunda. Hugsum okkur sem svo að þessi tilraun hafi einnig verið framkvæmd til að kanna hvort munur væri á kynjum í þessu tilliti. Við höfum nú tvo þætti, líkamsrækt og kyn og notum því tveggja þátta fervikagreiningu til að kanna tengslin.

Til að kanna hvort líkamsrækt hafi misjöfn áhrif á púls eftir kynjum þurfum við að kanna hvort víxlhrif (e. interactions) séu til staðar á milli breytanna tveggja. Gott er að byrja á því að skoða gögnin myndrænt til að kanna hvort víxlhrif séu til staðar. Við gerum það í R með víxlhrifamynd. Við búum til víxlhrifamynd með stat_summary aðferðinni úr ggplot2. Hún er viðkvæm fyrir vöntun mælinga á flokkabreytum og búum við því til gagnasafn þar sem ekki vantar neinar mælingar.

puls.na<-na.omit(puls)
ggplot(puls.na,aes(likamsraektf,fyrriPuls,lty=kyn)) +
stat_summary(aes(group=kyn),fun.y=mean,geom='line')
../_images/unnamed-chunk-226-1.svg

Á myndinni sjáum við meðalpúls í hópunum sex (konur sem stunda litla líkamsrækt, karla sem stunda litla líkamsrækt, o.s.frv.). Við sjáum að konurnar eru almennt með lægri púls en karlarnir, sér í lagi meðal einstaklinga sem stunda litla líkamsrækt.

Við metum svo líkanið með aov() aðferðinni. Séu víxlhrif til staðar prófum við ekki hina þættina í líkaninu. Ef engin víxlhrif eru til staðar þá fjarlægjum við víxlhrifin úr líkaninu, metum það upp á nýtt og prófum hina þættina tvo.

fervik.2<-aov(fyrriPuls~likamsraektf + kyn + likamsraektf:kyn, data=puls)
anova(fervik.2)
## Analysis of Variance Table
##
## Response: fyrriPuls
##                   Df Sum Sq Mean Sq F value    Pr(>F)
## likamsraektf       2   2580 1289.87  9.5709 8.525e-05 ***
## kyn                1    603  602.54  4.4709   0.03504 *
## likamsraektf:kyn   2    215  107.73  0.7994   0.45026
## Residuals        443  59703  134.77
## ---
## Signif. codes:  0 '***' 0.001 '**' 0.01 '*' 0.05 '.' 0.1 ' ' 1

Við notum svo anova() aðferðina til að fá fervikasummurnar, p-gildi og prófstærð.

Úr úttakinu má lesa að p-gildið fyrir víxlhrifin er 0.45026 og höfum við því ekki sýnt fram á að munur sé á áhrif líkamsræktar eftir kynjum. Við fjarlægjum því víxlhrifin úr líkaninu og metum það upp á nýtt.

fervik.3<-aov(fyrriPuls~likamsraektf + kyn, data=puls)
anova(fervik.3)
## Analysis of Variance Table
##
## Response: fyrriPuls
##               Df Sum Sq Mean Sq F value    Pr(>F)
## likamsraektf   2   2580 1289.87  9.5795 8.448e-05 ***
## kyn            1    603  602.54  4.4749   0.03495 *
## Residuals    445  59919  134.65
## ---
## Signif. codes:  0 '***' 0.001 '**' 0.01 '*' 0.05 '.' 0.1 ' ' 1

Takið eftir að anova() aðferðin skilar okkur fervikasummum af gerð I (type I SS). drop1() skipunin skilar okkur fervikasummum af gerð III (type III SS) og í car pakkanum má finna aðferðina Anova() en með henni er hægt að fá fervikasummur af gerð II. Skoðum nú úttakið úr drop1() aðferðinni:

drop1(fervik.3, test="F")
## Single term deletions
##
## Model:
## fyrriPuls ~ likamsraektf + kyn
##              Df Sum of Sq   RSS    AIC F value    Pr(>F)
## <none>                    59919 2205.3
## likamsraektf  2   2340.59 62259 2218.5  8.6915 0.0001982 ***
## kyn           1    602.54 60521 2207.8  4.4749 0.0349509 *
## ---
## Signif. codes:  0 '***' 0.001 '**' 0.01 '*' 0.05 '.' 0.1 ' ' 1

Sjá má á úttakinu að báðar breyturnar eru marktækar. Hér höfum við sýnt fram á að marktækur munur sé á meðalpúls nemenda eftir því hversu mikla líkamsrækt þeir hafa stundað eftir að búið er að leiðrétta fyrir breytunni kyn.

Eins og sagt var frá í upphafi þessa hluta er margt sem þarf að hafa í huga þegar fjölþátta aðhvarfsgreining er framkvæmd. Hvernig á að velja skýribreytur í líkaninu er stór þáttur og langt frá því að vera ein rétt leið að því markmiði. Hér að ofan byrjuðum við með stærsta líkanið og fjarlægðum svo eina breytu í einu (e. backward selection). Það má einnig byrja með minnsta líkanið og bæta við einni breytu í einu (e. forward selection) en hægt er að nota add1() aðferðina til þess. Að auki eru til skref fyrir skref aðferðir (e. stepwise methods) en nota má fallið step() til þess.

9.5. Leiksvæði fyrir R kóða

Hér fyrir neðan er hægt að skrifa R kóða og keyra hann. Notið þetta svæði til að prófa ykkur áfram með skipanir kaflans. Athugið að við höfum þegar sett inn skipun til að lesa inn puls gögnin sem eru notuð gegnum alla bókina.

# Gogn sott og sett i breytuna puls. puls <- read.table ("https://raw.githubusercontent.com/edbook/haskoli-islands/main/pulsAll.csv", header=TRUE, sep=";") # Setjid ykkar eigin koda her fyrir nedan: # Sem daemi, skipunin head(puls) skilar fyrstu nokkrar radirnar i gognunum # asamt dalkarheitum. head(puls)